title image

Aðalfundarhelgi OTÍ 2017

 

Föstudagur 19. maí

Kl. 19:00   Heimapartý hjá Sveini Andra, Reynilundi 6

Við ætlum að hittast öll saman. Grilla saman og hita okkur upp fyrir fundina morguninn eftir.

Verð kr. 3.300 á mann, en hver kemur með drykki við sitt hæfi.

Laugardagur 20. maí

Kl. 9:00     Aðalfundir OT2, OT3 og OT5 á 2. hæð Kaffi Reykjavík.

Kl. 10:00   Aðalfundur OT Ísland

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 1. Kosning fundarstjóra.
 2. Kosning fundarritara.
 3. Samþykkt fundargerð síðasta fundar.
 4. Ársskýrsla landsstjórnar og embættismanna.
 5. Reikningar lagðir fram til umræðu og staðfestingar.
 6. Tillaga um árgjald næsta árs lögð fram til umræðu og atkvæðagreiðslu.
 7. Ársskýrslur klúbbformanna.
 8. Kosning skoðunarmanns reikninga.
 9. Önnur mál.
 • Ný heimasíða kynnt – hvað viljum við sjá þar
 • Samstarf með RT, hvernig viljum við haga því – tengiliður OT og RT
 • Erlendir viðburðir sem standa okkur til boða
 1. Stjórnarskipti.

Kl. 11:30   Banner lunch – Aðalsal

Fundirnir kosta kr. 4.000 á mann og innifalinn er tvíréttaður hádegisverður.

Kl 18:30    Hátíðarkvöldverður OTÍ – Aðalsal Kaffi Reykjavík

Hátíðarkvöldverður hefst með fordrykk kl. 18:30 og í framhaldinu hefst borðhald þar sem reiddur verður fram þriggja rétta hátíðarkvöldverður:

Stökksteikt bleikja með masago hrogna vinaigrette, eplum, döðlum og hunangi

Kryddjurtahjúpað lambafillet með kartöfluköku, sýrðum perlulauk og portobellosveppum

Volg súkkulaðikaka með brenndum hvítsúkkulaði ganache og blönduðum berjum

 

Verð kr. 8.790 á mann.

Klúbbarnir eru hvattir til að taka sig saman og fjölmenna á viðburði helgarinnar.

Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst, með því að smella á þennan link.

Hægt er að sækja dagskránna á þessum link