title image

Old Tablers er hreyfing fyrrverandi Round Table félaga. Round Table hreyfingin er alþjóðlegur félagsskapur ungra manna á aldrinum 20–45 ára. Félagar eru úr hinum ýmsu starfsstéttum þjóðfélagsins. Old Tablers er beint framhald fyrir þá félaga sem eru orðnir 45 ára en þó er félögum eldri en 40 ára velkomið að ganga í OT þar sem aldurstakmark í mörgum löndum er 40 ár en ekki 45 ár eins og á Íslandi.

Fyrsti Old Tablers klúbburinn á Íslandi var stofnaður á Akureyri árið 1997. Hann starfaði ekki lengi en hreyfingin var endurvakin árið 2010 með stofnun OT-2 og OT-3 fylgdi svo í kjölfarið árið eftir á sama tíma og landssamtök okkar voru stofnuð. Þá gengum við líka í alþjóðahreyfinguna. Nú eru 6 klúbbar starfandi á landinu, í Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum og Húsavík.

Old Tablers á Íslandi er hluti af 41 International sem eru alþjóðleg samtök fyrrverandi Round Table félaga. Það er misjafnt eftir löndum hvað hreyfingarnar kalla sig, ýmist Old Tablers, Ex-Tablers, 41ers eða 41 Club sem er algengasta styttingin í flestum löndum á hreyfingu fyrrverandi Round Table manna. 41 Clubs er hluti af Round Table fjölskyldunni ásamt Round Table, Ladies Circle og Tangent.

Round Table hreyfingin var stofnuð í Bretlandi af Louis Marchesi árið 1927 og var hámarksaldur félaga 40 ár. Hugmyndafræðin á þeim tíma var að veita ungum mönnum svipaða möguleika og tækifæri til félagsstarfa og sambærilegar hreyfingar, s.s. Rotary, buðu uppá fyrir sína félagsmenn, sem flestir voru þó mun eldri. Ungum mönnum fannst á þessum tíma þeir ekki ná frama innan annarra hreyfinga eða samtaka. Hreyfingin óx hratt og innan fárra ára voru yfir 100 RT klúbbar í Bretlandi.

Tilgangur Round Table er að sameina unga menn úr mismunandi starfsgreinum til að öðlast betri skilning á þjóðfélaginu og stöðu einstaklingsins innan þess.
Að lifa eftir einkunnarorðunum “Í vinnáttu og samvinnu”.
Að auka alþjóðaskilning og vináttu með aðild að Round Table International.
Einkunnarorð Round Table eru: Tileinka – Aðlaga – Bæta

Fyrsti klúbbur fyrrverandi Round Table félaga var stofnaður í Liverpool árið 1936 og í kjölfarið fylgdi stofnun fleiri slíkra klúbba á Bretlandi og í öðrum löndum þar sem Round Table hafði náð fótfestu.

41 International var stofnað árið 1975. Aðildarlöndin eru nú 24 talsins allsstaðar að úr heiminum og fjöldi félaga um 50.000. 41 International er ætlað að ýta enn frekar undir þá vináttu og samvinnu sem varð til og þróaðist innan Round Table hreyfingarinnar.

Aðildarlönd 41 International eru Austria, Belgium, Cyprus, Denmark, Finland, Germany, Great Britain, Iceland, India, Indian Ocean, Israel, Italy, Malta, Morocco, Netherlands, New Zealand, Norway, Poland, Romania, South Africa, Sri Lanka, Sweden, Switzerland og Zambia en auk þess eru starfræktir klúbbar eldri Round Table félaga í fleiri löndum.

Formenn OT frá stofnun OT á Íslandi.

2011-2013 Smári Ríkarðsson, OT-2

2013-2014 Eggert Jónasson, OT-3

2014-2015 Kristján Gunnarsson, OT-2

2015-2016 Bragi Valgeirsson, OT-3

2016-2017 Sveinn Andri Sveinsson OT-2

2017-2018 Magnús Gunnarsson OT-3

2018-2019 Pálmar Þorisson  OT-2